Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum

Föstudaginn 12. nóvember 2004, kl. 12:18:09 (1398)


131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[12:18]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að greinin sem hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson vitnaði til sé ákaflega skýr. Hér er forskrift að vinnu gerðardómsins. Honum er m.a. ætlað, við ákvarðanir sínar, að hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem teljast sambærilegir að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð.

Hendur gerðardómsins eru ekki bundnar frekar en kemur fram í þessu lagafrumvarpi og ég ætla ekki að túlka einstakar greinar þess hér og nú fyrir háttvirtan þingmann.