Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum

Föstudaginn 12. nóvember 2004, kl. 12:26:20 (1406)


131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[12:26]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér koma upp sömu spurningarnar aftur og aftur og sama afstaða til mála sem ég verð að ítreka, eins og ég hef sagt áður, að mér þykir mikil einföldun á vandanum. Þetta mál snýst ekki einvörðungu um krónur og aura, ekki einvörðungu og alls ekki um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Í dag hefur komið fram að þegar grunnskólinn fór yfir til sveitarfélaganna telja langflestir að rétt hafi verið skipt og rétt gefið, m.a. hv. þm. Einar Már Sigurðarson, sem gjarnan er vitnað til á dögum sem þessum, hefur haldið því fram með réttu að þetta hafi verið einn besti samningur sem forsvarsmenn sveitarfélaganna hafa gert við ríkið. Ég tek undir það.

Eins hefur komið fram að ég var áður sveitarstjórnarmaður. Ég tel að þetta hafi verið góður samningur, hann hafi verið grunnskólanum til (Forseti hringir.) góða og nemendunum. Ég ítreka að ég tel um mikla einföldun mála að ræða.