Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum

Föstudaginn 12. nóvember 2004, kl. 12:29:21 (1410)


131. löggjafarþing — 27. fundur,  12. nóv. 2004.

Kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum.

318. mál
[12:29]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í máli mínu áðan og kemur raunar skýrt fram í því frumvarpi sem hér er til umræðu þá er eitt af því, sem gerðardómi þeim sem hér er fjallað um er ætlað að hafa til hliðsjónar, sambærilegir hópar starfsmanna með sambærilega menntun, reynslu og þar fram eftir götunum. Sömuleiðis skal taka tillit til stöðu efnahagsmála og stöðugleika í samfélaginu. (Gripið fram í.)

Ég tel ekki rétt að við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar bindum hendur gerðardómsins sem hér er því miður til umfjöllunar í þessu efni. Ég tel ekki rétt að við bindum með yfirlýsingum okkar hendur gerðardómsins frekar en gert er með þeim lögum sem hér er um fjallað.