Háskóli Íslands

Mánudaginn 22. nóvember 2004, kl. 18:04:58 (1871)


131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:04]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Þórarin E. Sveinsson út í ályktanir flokksþings Framsóknarflokksins sem ég las upp áðan og skal lesa aftur upp. Þar segir m.a., með leyfi forseta:

„Halda ber fast í þá meginhugsun að nám ungs fólks sé öllum opið óháð efnahag og stöðu.“

Og síðar:

„Almenn skólagjöld verða ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum né heldur í ríkisreknum háskólum.“

Virðulegi forseti. Mig langar að fá svar við því: Hvað þýðir svona samþykkt á landsfundi Framsóknarflokksins?