Háskóli Íslands

Mánudaginn 22. nóvember 2004, kl. 18:05:47 (1872)


131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:05]

Þórarinn E. Sveinsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að hér er ekki verið að ræða um skólagjöld, hér er verið að ræða um innritunargjöld og ég held að hv. þingmaðurinn hafi sjálfur lesið upp textann. Þetta þýðir það sem þar stendur, að almenn skólagjöld verði ekki tekin upp. Það er það sem síðasta flokksþing ákvað og það er það sem stendur, enda er hér ekki verið að ræða um það eins og margsinnis hefur komið fram.

Svo get ég glatt hann með því að það er nýtt flokksþing í vor og þá getur hann fylgst með umræðu um skólamál og er velkominn til að hlusta á það á flokksþinginu hjá okkur.