Háskóli Íslands

Mánudaginn 22. nóvember 2004, kl. 18:06:25 (1873)


131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:06]

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Framsóknarmenn ætla að reyna að skjóta sér á bak við það að þetta séu innritunargjöld. Þá er önnur spurning mín til hv. þingmanns: Hvað mega innritunargjöld vera há, að mati framsóknarmanna, áður en farið er að telja þau sem skatta eins og hér er verið að tala um? Var það meining framsóknarmanna á landsfundinum að það væri allt í lagi að innheimta 140 millj. kr. námsmannaskatt sem við erum að tala um núna í þremur skólum?