Háskóli Íslands

Mánudaginn 22. nóvember 2004, kl. 18:06:58 (1874)


131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:06]

Þórarinn E. Sveinsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla út af fyrir sig ekki að nefna þá krónutölu en kallað var eftir rökstuddum útreikningi frá skólanum til að reyna að gera sér grein fyrir því hvað þessi gjöld ættu að vera há. Í augum greiðenda eru þau alltaf of há og í augum skólans eru þau sjálfsagt of lág en þess vegna var það núna, að mér skilst af mér fróðari mönnum, en ekki gert á sínum tíma. Núna var kallað eftir þessum rökstuðningi sem sumir þingmenn hafa nefnt að sé ekki sæmandi að leggja fram en það var kallað eftir þessum rökstuðningi vegna þess að þetta er rökstuddur kostnaður, að beiðni skólanna og eftir umfjöllun þeirra.