Háskóli Íslands

Mánudaginn 22. nóvember 2004, kl. 18:57:50 (1899)


131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:57]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að hafa í huga að það er afar mikilvægt að menn átti sig á því að skrásetningargjaldið endurspegli eftir fremsta megni þann raunkostnað sem fellur á ríkisháskólana vegna þessarar þjónustu við nemendur þannig að þeir þurfi ekki að nýta fjármagnið sem kemur til þeirra vegna kennslu og rannsókna. Það er lykilatriði í þessu máli öllu, að þetta endurspegli raunkostnað.

Ég vil líka geta þess fyrst hv. þingmaður er farinn í þennan talnaleik að hækkunin sem um ræðir í frumvarpinu nemur tæpum 1.400 kr. á mánuði miðað við níu mánaða tímabil fyrir stúdentinn.