Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 23. nóvember 2004, kl. 13:34:13 (1911)


131. löggjafarþing — 36. fundur,  23. nóv. 2004.

Tilkynning.

[13:34]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

„Þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs óskar eftir því, sbr. 3. mgr. 55. gr. þingskapa, að ræðutími við 1. umr. um 4. dagskrármál, tekjuskattur og eignarskattur, verði tvöfaldaður vegna mikilvægis málsins.

Virðingarfyllst,

Þuríður Backman,

varaformaður þingflokks

Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.“

Það er réttur hvers þingflokks samkvæmt þingsköpum að óska eftir því að sá háttur verði á hafður, og verður svo gert.