Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 23. nóvember 2004, kl. 18:01:01 (1972)


131. löggjafarþing — 36. fundur,  23. nóv. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[18:01]

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ágætt að fá það fram að hv. þingmaður er ekki að tala fyrir fjölþrepaskattkerfi þótt hún hafi greinilega áhuga á að skoða þann þátt nánar.

Ég velti fyrir mér: Hvernig samræmist það hjá hv. þingmanni að tala annars vegar fyrir hlutfallslega léttari skattbyrði á lægri tekjuhópa en á sama tíma að leggja jafnmikla áherslu og raun ber vitni á ótekjutengdar bætur? Þegar upp er staðið getur það komið út á eitt fyrir þann sem í hlut á, skattgreiðandann.

Hvernig samrýmist það hugmyndafræði hv. þingmanns að mæla jafnhart fyrir því að bætur, t.d. barnabætur séu þær sömu til milljón króna mannsins og þess sem hefur 100 þús. kr.?