Raforkulög

Föstudaginn 26. nóvember 2004, kl. 14:41:12 (2328)


131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Raforkulög.

328. mál
[14:41]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka það fram að ég tel að 2. gr. geri það ekki en ég vil sérstaklega taka fram að í 3. gr., held örugglega þar, er ákvæði þess efnis að þar sem, eins og ég sagði í framsöguræðu minni, hagstætt er að taka raforku inn á netið eða inn í dreifikerfið er heimild til að taka tillit til þess í sambandi við raforkuverð til viðkomandi raforkuframleiðenda. Þar sem hagstætt er að taka raforku inn í dreifikerfið geta viðkomandi raforkubændur — þá eru þeir sérstaklega hafðir í huga — notið þess í sambandi við verð á orkunni.