Háskóli Íslands

Miðvikudaginn 08. desember 2004, kl. 22:38:07 (3049)


131. löggjafarþing — 53. fundur,  8. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[22:38]

Frsm. minni hluta menntmn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég vona að mér fyrirgefist sá formalismi sem veldur því að ég skil ekki enn þá hvað hv. þm. Dagný Jónsdóttir ætlar sér eða hvað hún meinar um þetta mál. Hún hefur upplýst hér að minni beiðni, og ég þakka fyrir það, að hún hyggist sitja hjá við afgreiðslu þessa frumvarps. Spurningin er þá: Er fyrirvari hennar í nefndarálitinu við þau orð að meiri hlutinn leggi því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu eða er fyrirvarinn við eitthvað annað? Leggur hv. þm. Dagný Jónsdóttir til að ég og aðrir alþingismenn samþykkjum þetta frv. eða leggur hún til að við gerum eitthvað annað við það?