Háskóli Íslands

Fimmtudaginn 09. desember 2004, kl. 17:37:43 (3220)


131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[17:37]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er verið að ákveða að taka upp skólagjöld við þrjá háskóla, Háskóla Íslands, Kennaraháskólann og Háskólann á Akureyri, í því dulargervi að verið sé að fjalla um skráningargjöld. Niðurstaðan af þeirri hækkun þýðir að nemendur þurfa að nota 1/3 eftir skattgreiðslur af óskertum tekjum sínum, miðað við Lánasjóð íslenskra námsmanna, til að greiða þessar 45 þús. kr.

Við í Frjálslynda flokknum höfum viljað tryggja að jafnrétti væri til náms og mönnum ekki settur stóllinn fyrir dyrnar miðað við efnahag. Við munum greiða atkvæði á móti frumvörpunum.