Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. desember 2004, kl. 18:32:30 (3231)


131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[18:32]

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þær tölur liggja fyrir að á þessu ári hefur ríkisstjórnin hækkað eða boðað hækkun skatta og gjalda á einstaklinga og skert barna- og vaxtabætur um rúma 8 milljarða kr. Á sama tíma skilar ríkisstjórnin til baka 5,6 milljörðum, á þessu og næsta ári, með lækkun erfðafjárskatts, lækkun hátekjuskatts og lækkun á tekjuskatti. Þessar tölur liggja fyrir þegar líður að lokum umræðunnar um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Þetta eru tölurnar og þær tala sínu máli. Það er verið að hækka gjöld, álögur og skatta um því sem nemur tæplega 2,5 milljörðum, það er verið að hækka skatta í það heila um 8 milljarða en skila til baka rúmlega 5,5. Þessar staðreyndirnar liggja fyrir í lok umræðunnar.

Því spurði ég hvort þessar staðreyndir um skattahækkanir vörpuðu ekki skugga á helgistund hægri manna í Sjálfstæðisflokknum.