Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. desember 2004, kl. 21:08:08 (3258)


131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[21:08]

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekki ætla ég í orðaskak um prósentur við hv. þingmann. Ég vek athygli þó viðstaddra á því að það er alveg greinilegt að Framsóknarflokkurinn ræður ferðinni í þessari ríkisstjórn miðað við hvernig hann talar til ríkisstjórnarinnar 1991–1995. Ég hef gaman af því. Ég er búin að fara hér yfir það sem við erum búin að vera að fara yfir aftur og aftur í dag. Það sem ég gerði var að taka þetta fyrir í fjórum punktum til að menn skildu það. Það sem ég hef gaman af í þessari umræðu og endurtek hér, er að Sjálfstæðisflokkurinn er stoltur hér í sinni skattapólitík. (Gripið fram í: Framsókn líka.) Framsóknarflokkurinn er í gífurlegri vörn. (Gripið fram í: Nei, nei.) Það er niðurstaða þessarar umræðu og það var upphafi máls míns og á því enda ég.