Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. desember 2004, kl. 21:13:39 (3262)


131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[21:13]

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

(Forseti (SP): Forseti biður hv. þingmenn að gefa ræðumanni hljóð.)

Virðulegi forseti. Ég var reyndar búin að svara þessu þannig að ég lagði meiri áherslu á að draga fram hver væri hlutur hv. þm. Péturs Blöndals. Ég lýsti því að við höfum talað um hækkun á barnabótum í hverjum einustu fjárlögum og styðjum þessa hækkun barnabóta. (PHB: Við?) Samfylkingin. Ég er í ... (PHB: Ég spurði þingmanninn.) Já, þingmaðurinn svara hérna því að hún styður hækkun barnabóta, vaxtabóta og þingmaðurinn vill koma til móts við heimilin varðandi eignarskatt. En þingmaðurinn vill ekki að öllum eignarskatti sé aflétt af öllu, sama hversu miklar eignir það eru. Þannig er það.