Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. desember 2004, kl. 23:22:37 (3296)


131. löggjafarþing — 54. fundur,  9. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[23:22]

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vandinn er nákvæmlega þessi: Ríkisstjórnin er búin að taka ákvarðanir um að lögfesta skattalækkanir, burt séð frá því hvernig ástandið verður hjá okkur í samfélaginu í framtíðinni. Svo er meiningin að bæta ofan á þær skattalækkanir í viðbót virðisaukaskatti án þess að menn hafi nokkuð annað en spár fram í tímann. Þetta er ekki ábyrg fjármálastjórn.

Ef menn hefðu treyst hver öðrum innan ríkisstjórnarinnar þá hefðu þeir ákveðið hvaða skattalækkanir ættu að koma til framkvæmda og síðan gefið yfirlýsingar um að hverju þeir stefndu með tilliti til ástands í efnahagsmálunum.

Nei, það er er ekki gert, heldur skal lögfest hvað gera skuli þó að menn viti raunverulega ekki neitt um hvað gerist í þeirri framtíð. Hún er of langt undan, hv. þingmaður.