131. löggjafarþing — 54. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[01:19]

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu og málefnalega að mörgu leyti. Hv. þingmaður talaði um sögulega skattalækkun og þá mestu í sögu íslenskrar þjóðar. Ég hef eiginlega aðeins eina spurningu til hv. þingmanns, og vísa þar til rits sem heitir „Stefna og horfur“ sem gefið er út af fjármálaráðuneytinu og fylgdi fjárlagafrumvarpinu: Hv. þm. talaði um sögulegar skattalækkanir en hvernig skýrir hann þá að áðurnefnt rit lýsir því yfir að skatttekjur ríkisins muni aukast um næstum 7% á milli ára?