Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 10:25:32 (3383)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Tekjuskattur og eignarskattur.

351. mál
[10:25]

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég skora á þingmenn Samfylkingarinnar að hringja að þessum fundi loknum í gamlan frænda eða frænku sem býr einn eða ein í húsnæði, skuldlaust fólk sem hefur farið vel með auðæfi sín í lífinu, hefur litlar tekjur í dag og borgar þunga eignarskatta af húsnæðinu sem það býr í. Spyrjið þetta fólk hvort ríkisstjórnin sé ekki að færa því bætt lífskjör og lækkaða skatta. (Gripið fram í: Eina milljón.)

Við vinstri græna þarf ekkert að tala í þessari umræðu. Þeir eru flokkurinn sem vill taka úr vasa mannsins sem þeir mæta á götunni pening og gefa næsta manni. Þeir hafa alltaf verið gjafmildir á annarra fé, vinstri grænir. Þannig fór Austur-Evrópa forðum fyrir þá stefnu. Hér kemst sú stefna ekki til valda.

Hæstv. forseti. Ég óska einstaklingum til hamingju með þessa skattalækkun og segi já.