Háskóli Íslands

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 14:54:11 (3449)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[14:54]

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég veit ekki hvort heldur ég er að ræða um fundarstjórn forseta, sem ég hef engar athugasemdir við, eða að bera af mér sakir sem manni leyfist enn að gera hér í sal þingsins. Ég var ekki að hvetja einn eða neinn til þess að fara ekki að sannfæringu sinni.

Það sem hins vegar hefur gerst í þessu máli er að sannfæring hv. þm. Dagnýjar Jónsdóttur virðist á leiðinni af staðnum A yfir á staðinn B. Ég held að henni væri sæmst að reyna að finna út hver nákvæmlega sannfæring hennar er þegar að atkvæðagreiðslunni kemur til þess að hún geti einmitt hlítt ákvæðum stjórnarskrár Íslands um það að hverjum þingmanni beri að fara að sannfæringu sinni.