Háskóli Íslands

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 15:25:39 (3456)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[15:25]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Menn bæta sig svo sem ekki með því að halda áfram þessu skaki í þinginu en ég vona að hv. þingmanni verði þetta að kenningu og að hann taki upp betri siði.

Hann talar hér um lýðræði. Lýðræðið er þannig að það er ákveðinn meiri hluti sem kemur málum sínum fram, hvort sem það er hér á þinginu eða hjá Kópavogsbæ eða Reykjavíkurborg. Það er lýðræðið. Lýðræði er þannig að það er fólkið í landinu sem kýs þessa menn sem hún vill hafa í meiri hluta hverju sinni. Það er lýðræðið.