Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 377. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 587  —  377. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elmar Hallgrímsson frá fjármálaráðuneyti og Runólf Ólafsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.
    Í frumvarpinu er lagt til að bifreiðagjald hækki um 3,5%. Gjaldið hefur ekki hækkað síðan 1. janúar 2002 en frá sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,4%. Því er um 4,5% raunlækkun á gjaldinu að ræða frá 1. janúar 2002 til 1. desember 2004. Gjaldið hefur því lækkað sem því nemur miðað við almennt verðlag.
    Meiri hlutinn leggur til að málið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 8. des. 2004.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.



Ásta Möller.


Ögmundur Jónasson


með fyrirvara.