Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 436. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 947  —  436. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2004, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti, Jón Ögmund Þormóðsson frá viðskiptaráðuneyti, Elmar Hallgrímsson frá fjármálaráðuneyti og Skúla Jónsson frá ríkisskattstjóra.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 56/2004 frá 23. apríl 2004, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/58/EB frá 15. júlí 2003 um breytingu á tilskipun ráðsins 68/151/EBE að því er varðar birtingarskyldu félaga af tiltekinni gerð.
    Með tilskipuninni er gerðar breytingar á fyrstu félagaréttartilskipuninni frá 1968 varðandi skráningu félaga þannig að skrá megi upplýsingar rafrænt en markmiðið er að auðvelda aðgang að upplýsingum um félög og einfalda formsatriði um birtingu upplýsinga. Þannig verður unnt að senda skylduupplýsingar um hlutafélög, einkahlutafélög og samlagshlutafélög rafrænt til hlutafélagaskrár. Jafnframt verður hlutafélagaskrá heimilt að krefjast þess að öll eða viss félög sendi tilteknar upplýsingar rafrænt og að auki krefjast þess að lágmarksupplýsingar verði birtar á vefsíðu félaga.
    Innleiðing tilskipunarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og er lokafrestur til þess 1. janúar 2007 en lagafrumvarp verður væntanlega lagt fram á næsta þingi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 9. mars 2005.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Ágúst Ólafur Ágústsson.


Siv Friðleifsdóttir.



Bjarni Benediktsson.


Steingrímur J. Sigfússon.


Birgir Ármannsson.



Jónína Bjartmarz.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.