Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 409. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 952  —  409. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12 febrúar 1940 (vararefsing fésektar).

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Rögnu Árnadóttur og Ásgerði Ragnarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Þá bárust umsagnir frá lögreglustjóranum í Reykjavík, Sýslumannafélagi Íslands, ríkissaksóknara og Fangelsismálastofnun.
    Með frumvarpinu er lagt til að lögboðin vararefsing fésekta nái til sekta allt að 300.000 kr. í stað 100.000 kr. eins og nú er og að hærri fjárhæð standi að baki hverjum afplánunardegi vararefsingar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Sigurður Kári Kristjánsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Atli Gíslason sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 10. mars 2005.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Kjartan Ólafsson.



Bryndís Hlöðversdóttir.


Birgir Ármannsson.


Ágúst Ólafur Ágústsson.



Sigurjón Þórðarson.


Guðrún Ögmundsdóttir.