Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 295. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1194  —  295. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

Frá umhverfisnefnd.



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað 2.–4. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Umhverfisráðherra setur að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir og iðnaðarráðuneytið nánari reglur um framkvæmd vatnsverndunarinnar, þar með talið um jarðrask, byggingu mannvirkja, borun eftir vatni, töku jarðefna, vinnslu auðlinda úr jörðu og ræktunarframkvæmdir, auk reglna um flutning og meðferð hættulegra efna.
                  b.      Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Sveitarstjórn er heimilt að binda byggingar- og framkvæmdaleyfi sem hún gefur út á grundvelli skipulags- og byggingarlaga skilyrðum um verndun vegna framkvæmda innan verndarsvæðisins enda séu skilyrðin í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna sem settar eru á grundvelli 1. mgr.
                  c.      Við 2. mgr., er verður 3. mgr., bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Slíkar ákvarðanir skal birta í Stjórnartíðindum.
                  d.      3. mgr. falli brott.
     2.      3. mgr. 4. gr. orðist svo:
                 Óheimilt er að stunda fiskeldi í eða við Þingvallavatn. Þrátt fyrir ákvæði laga um lax- og silungsveiði er óheimilt án leyfis umhverfisráðherra að stunda fiskrækt í eða við Þingvallavatn.
     3.      2. mgr. 5. gr. orðist svo:
                 Beita má dagsektum sem renna í ríkissjóð, að lágmarki 50.000 kr. og að hámarki 100.000 kr., til að knýja menn til ráðstafana sem þeim er skylt að hlutast til um samkvæmt lögum þessum og reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim. Jafnframt má beita fyrrnefndum dagsektum til að knýja menn til að láta af atferli sem brýtur í bága við lög þessi og reglugerðir sem settar eru samkvæmt þeim.
     4.      6. gr. orðist svo:
                 Um heimild til eignarnáms á verndarsvæði samkvæmt lögum þessum, sölu jarðar sem er á náttúruminjaskrá og skaðabætur fer eftir 64., 69. og 77. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.






Prentað upp.