Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 700. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1331  —  700. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Landbúnaðarstofnun.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (DrH, AKG, BJJ, GHall, DJ).



     1.      Við 1. gr. Á eftir 1. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Aðsetur stofnunarinnar er þar sem ráðherra ákveður.
     2.      Við 2. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: að annast verkefni sem landbúnaðarráðherra eru falin skv. 4. og 5. gr. laga nr. 162/1994, um lífræna landbúnaðarframleiðslu.
     3.      2. málsl. 3. gr. orðist svo: Skal forstjóri hafa háskólamenntun og æðri prófgráðu.
     4.      1. mgr. 4. gr. orðist svo:
                  Landbúnaðarstofnun skiptist í svið eftir viðfangsefnum og skal sviðsstjóri vera yfir hverju sviði. Sviðsstjórar skulu hafa aflað sér bæði háskólamenntunar og sérþekkingar á viðkomandi sviði. Einn sviðsstjóranna er staðgengill forstjóra. Sérstakt svið skal fara með dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, sviðsstjóri þess skal vera dýralæknir og nefnast yfirdýralæknir. Forstjóri ræður jafnframt annað starfsfólk nema annað sé tekið fram í lögum.