Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 592. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1342  —  592. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um Neytendastofu og talsmann neytenda.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Þetta frumvarp er hluti af umfangsmiklum breytingum á stofnunum sem sinna eftirliti með viðskiptum og markaðsmálum og þeim stofnunum sem sinna því eftirliti. Þessar kerfisbreytingar hafa sætt mikilli gagnrýni af hálfu þeirra sem starfa við þessi mál og skiptist gagnrýnin í tvö horn. Annars vegar telja margir þær kerfisbreytingar sem verið er að ráðast í vera til óþurftar, þær veiki eftirlitskerfið og geri það óskilvirkara. Gagnrýnin gengur einnig í þá átt að lagabreytingarnar séu ekki nægilega grundaðar, þar sé margt óljóst og margir endar óbundnir. Varðandi þetta frumvarp skal sérstaklega undir hið síðara tekið. Með lagabreytingunni stendur til að sameina Löggildingarstofu og nýtt embætti talsmanns neytenda. Varla er bætandi á raunir Löggildingarstofu með því að gera henni að taka að sér verkefni án nægilegs fjármagns og skilgreindra verkefna. Þegar rafmagnseftirlit var einkavætt á síðasta áratug hófst mikil þrautaganga þeirra aðila sem gengist höfðu fyrir breyttu eftirliti með rafmagni. Raunir þeirra fólust í því að sannfæra landsmenn um að breytingarnar hefðu verið til góðs, þrátt fyrir að dregið hefði úr eftirliti og það orðið hlutfallslega dýrara í framkvæmd en áður var. Hlutverk Löggildingarstofu á þessu sviði var að setja staðla og fela svokölluðum skoðunarstofum að gera úrtakskannanir á því hvort farið væri að settum reglum. Löggildingarstofa hefur reynt að gera sitt besta við erfiðar aðstæður og tekist að rækja sitt hlutverk miðað við þá löggjöf og fjármuni sem hún býr við. Reynslan af illa ígrunduðum kerfisbreytingum í rafmagnseftirlitinu ætti að vera víti til varnaðar að því leyti að ekki sé ráðist í umfangsmiklar kerfisbreytingar án þess að þær séu hugsaðar til enda. Margt bendir til þess að enn eigi að hrapa að ákvörðunum um kerfisbreytingar. Þetta frumvarp bendir því miður til þess að svo sé. Sérstaklega er ástæða til að vara við því að talsmanni neytenda muni hvorki búin aðstaða né fjármagn sem geri honum kleift að rísa undir væntingum sem til þessa embættis yrðu gerðar ef kerfisbreytingarnar ná fram að ganga. Þá er verksvið hans illa skilgreint. Skal í þessu sambandi vísað í umsagnir sem birtar eru sem fylgigögn með þessu áliti.
    Annar minni hluti hvetur til þess að afgreiðslu lagafrumvarpanna þriggja sem fjalla um lög og reglur á sviði viðskipta og neytendaverndar og nú liggja fyrir Alþingi verði frestað og þess í stað verði reynt að ná víðtækri sátt og samstöðu um þær lagabreytingar og breytingar í stjórnsýslu sem þörf kann að vera á að gera.

Alþingi, 6. maí 2005.

Ögmundur Jónasson.

Fylgiskjal I.


Umsögn frá Alþýðusambandi Íslands.
(11. apríl 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.


Umsögn frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja.
(22. apríl 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.

Umsögn frá Neytendasamtökunum.
(7. apríl 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.