Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 235. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1388  —  235. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, og skipulags- og byggingarlögum, nr. 73/1997, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar (GÞÞ, KHG, RG, ArnbS, MÁ, KÓ, GunnB, ÞSveinb).



     1.      Við 2. gr. Í stað orðanna „laga þessara“ komi: laganna.
     2.      Við 3. gr. Á eftir C-lið komi nýr liður, svohljóðandi: F-liður orðast svo: Matsáætlun: Áætlun framkvæmdaraðila byggð á tillögu hans um á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis leggja skuli áherslu í frummatsskýrslu og um kynningu og samráð við gerð frummatsskýrslu.
     3.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  9. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:

        Frummatsskýrsla.

                  Ef framkvæmdaraðili hyggur á framkvæmd eða starfsemi sem háð er mati á umhverfisáhrifum skal að lokinni málsmeðferð skv. 8. gr. unnin skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hinnar fyrirhuguðu framkvæmdar. Skýrslan er nefnist frummatsskýrsla skal unnin af framkvæmdaraðila og skal gerð og efni hennar vera í samræmi við matsáætlun, sbr. 8. gr.
                  Í skýrslunni skal tilgreina þau áhrif, uppsöfnuð og samvirk, bein og óbein, sem fyrirhuguð framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir kunna að hafa á umhverfi og samspil einstakra þátta í umhverfinu. Þá skal gera grein fyrir því hvaða forsendur liggi til grundvallar matinu. Lýsa skal þeim þáttum fyrirhugaðrar framkvæmdar sem líklegast er talið að geti valdið áhrifum á umhverfið, þar á meðal umfangi, hönnun og staðsetningu, samræmi við skipulagsáætlanir, fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum og tillögum um umhverfisvöktun þar sem það á við. Ávallt skal gera grein fyrir helstu möguleikum sem til greina koma og umhverfisáhrifum þeirra og bera þá saman. Loks skal gera stutta og skýra samantekt um skýrsluna og niðurstöðu hennar. Í niðurstöðu skýrslunnar skal geta um flokkun og viðmið umhverfisáhrifa einstakra þátta framkvæmdar á grundvelli leiðbeininga sem Skipulagsstofnun gefur út, sbr. 20. gr.
     4.      Við 9. gr.
                  a.      A-liður orðist svo: 1. mgr. orðast svo:
                     Innan tveggja vikna frá því að Skipulagsstofnun tekur á móti frummatsskýrslu skal stofnunin meta hvort skýrslan uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 9. gr. og sé í samræmi við matsáætlun skv. 8. gr. Heimilt er Skipulagsstofnun að hafna því að taka frummatsskýrslu til athugunar í þeim tilvikum þegar hún uppfyllir ekki framangreind skilyrði. Skipulagsstofnun skal þá leiðbeina framkvæmdaraðila um frekari vinnslu frummatsskýrslu.

Prentað upp.

                  b.      2. og 3. efnismálsl. f-liðar orðist svo: Þegar umsagnir og athugasemdir hafa borist framkvæmdaraðila skal hann vinna endanlega matsskýrslu á grundvelli frummatsskýrslu. Í matsskýrslu skal framkvæmdaraðili gera grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum og taka afstöðu til þeirra og senda hana síðan til Skipulagsstofnunar.
                  c.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Athugun Skipulagsstofnunar og matsskýrsla.
     5.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðanna „frá því að matsskýrsla liggur fyrir“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: frá því að Skipulagsstofnun tekur á móti matsskýrslu.
                  b.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Í áliti Skipulagsstofnunar skal gera grein fyrir helstu forsendum matsins, þ.m.t. gildi þeirra gagna sem liggja til grundvallar matinu, og niðurstöðum þess.
                  c.      3. mgr. orðist svo:
                     Telji Skipulagsstofnun að matsskýrsla framkvæmdaraðila víki frá frummatsskýrslu hvað varðar mikilvæga þætti málsins skal hún auglýst að nýju skv. 10. gr.
                  d.      Síðari málsliður 4. mgr. orðist svo: Almenningur skal eiga greiðan aðgang að áliti Skipulagsstofnunar og matsskýrslu og skal stofnunin auglýsa í dagblaði sem gefið er út á landsvísu að álitið og matsskýrslan liggi fyrir.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sex ára“ í 1. efnismgr. komi: tíu ára.
                  b.      Í stað orðanna „innan viku“ í 3. efnismgr. komi: innan tveggja vikna.
     7.      Við a-lið 12. gr. (14. gr.).
                  a.      Í stað „50“ í 2. mgr. komi: 30.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                     Enn fremur getur framkvæmdaraðili kært til ráðherra ákvörðun Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 8. gr. um synjun matsáætlunar eða breytingar á henni og ákvörðun stofnunarinnar skv. 1. mgr. 10. gr. um að frummatsskýrsla uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru í 9. gr. eða sé ekki í samræmi við matsáætlun skv. 8. gr.
     8.      Við 13. gr. Í stað orðanna „innan viku“ í 2. málsl. 2. efnismgr. komi: innan tveggja vikna.
     9.      17. gr. orðist svo:
                  Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
                  Þegar matsskýrsla hefur verið send Skipulagsstofnun fyrir gildistöku laga þessara er heimilt að ljúka mati á umhverfisáhrifum samkvæmt þeirri málsmeðferð sem gildir samkvæmt eldri lögum.
                  Í þeim tilvikum þegar matsferli framkvæmdar sem undir lög þessi fellur hefur verið lokið samkvæmt eldri lögum en ekki hafa verið veitt öll leyfi vegna hennar skal við leyfisveitingu fara samkvæmt þeim lögum.
     10.      18. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 1. viðauka við lögin:
                  a.      Á eftir orðinu „Efnistaka“ í 1. málsl. 21. tölul. kemur: á landi eða úr hafsbotni.
                  b.      2. málsl. 21. tölul. fellur brott.
                  c.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Framkvæmdir á grunnvirkjum:
                      i.      Iðnaðarframkvæmdir sem taka til stærra svæðis en 50 ha.
                      ii.      Bygging verslunarmiðstöðva stærri en 40.000 m 2 og bygging bílastæðahúsa fyrir fleiri en 1.400 stæði.
     11.      Við 19. gr.
                  a.      A-liður falli brott.
                  b.      Á eftir c-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Orðin „ofan jarðar“ í c-lið 3. tölul. falla brott.
                  c.      F-liður orðist svo: Við 10. tölul. bætist nýr liður, a-liður, sem orðast svo: Bygging járnbrauta og samgöngumiðstöðva.
     12.      Við 21. gr.
                  a.      3. málsl. 2. mgr. orðist svo: Umhverfisráðherra skipar einn nefndarmanna án tilnefningar og skal hann vera forstöðumaður úrskurðarnefndar og jafnframt formaður nefndarinnar.
                  b.      5. málsl. 2. mgr. orðist svo: Hæstiréttur tilnefnir fjóra nefndarmenn og skal einn þeirra hafa lokið háskólaprófi á sviði skipulagsmála, annar í lögfræði, þriðji á sviði umhverfismála og fjórði á sviði byggingarmála.
                  c.      Í stað „50“ í 4. málsl. 5. mgr. komi: 30.
     13.      Við 22. gr. Í stað orðanna „innan viku“ í 7. efnismgr. og „innan tólf mánaða“ í 9. efnismgr. komi: innan tveggja vikna; og: innan tveggja ára.
     14.      Við 26. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. október 2005.