Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 723. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1466  —  723. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

(Eftir 2. umr., 11. maí.)



1. gr.

    Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætast fjórir nýir málsliðir er orðast svo: Heimilt er með sama hætti að veita sveitarfélögum styrki til stofnframkvæmda við fráveitur sem fjármagnaðar eru samkvæmt samningum um einkaframkvæmd, hvort sem er á grundvelli eignarleigu- eða rekstrarleigusamnings, enda falli framkvæmdirnar undir ákvæði 1. málsl. og uppfylli að öðru leyti skilyrði til úthlutunar samkvæmt þessari grein. Ráðherra setur, að fengnum tillögum fráveitunefndar, nánari ákvæði um framkvæmdina í reglugerð. Skuldbindingar sem sveitarfélögin taka á sig vegna rekstrarleigu skulu koma fram í ársreikningum þeirra. Styrkupphæð samkvæmt þessari grein getur aldrei verið hærri en sem nemur virðisaukaskatti vegna framkvæmdanna.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.