Matvælarannsóknir hf.

Þriðjudaginn 24. janúar 2006, kl. 14:17:53 (3637)


132. löggjafarþing — 50. fundur,  24. jan. 2006.

Matvælarannsóknir hf.

387. mál
[14:17]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta einkavæðingarfrumvarp á matvælarannsóknum í landinu er alveg einstakt. Hér er verið að fjalla um grunnrannsóknir í einum af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar og líka þeim þætti sem á sér mesta rannsókna- og þróunarmöguleika tengda menntun og ég spyr hæstv. ráðherra: Kom ekki til greina að setja matvælarannsóknirnar við háskólana sem nú eru, við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Háskólann á Akureyri, og byggja grunnmatvælarannsóknirnar þar upp til að styrkja rannsókna- og kennslustöðu þeirra? Það að ætla að færa rannsóknastarfsemina frá háskólunum eins og hér er lagt til og setja inn í hlutafélag þaðan sem háskólarnir verða að kaupa hana út finnst mér vera mjög óskynsamlegt, en ég spyr: Væri ekki skynsamlegra að leggja þetta bara undir háskólana?