Háskólar

Fimmtudaginn 02. febrúar 2006, kl. 11:27:50 (4170)


132. löggjafarþing — 58. fundur,  2. feb. 2006.

Háskólar.

433. mál
[11:27]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni að þetta frumvarp er mjög gott og þó að ég skynji að stjórnarandstaðan engist pínulítið við að þurfa að hæla frumvarpinu, þá fagna ég því engu að síður að við skulum takast málefnalega á um mikilvæg málefni.

Það er rétt að menn hafa skiptar skoðanir á því hvort allir háskólar eigi að falla undir eitt ráðuneyti eða ekki. En svona er þessi skipan núna og ég geri ráð fyrir því að það verði sérstaklega litið til þess varðandi endurskoðun á Stjórnarráðinu. Það var líka haft samráð við ráðuneyti landbúnaðarmála við samningu frumvarpsins og það er ekkert þar sem kemur til með að skerða rétt þeirra háskóla sem þar falla undir.