Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 06. febrúar 2006, kl. 19:18:45 (4343)


132. löggjafarþing — 59. fundur,  6. feb. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[19:18]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við þekkjum það í gegnum tíðina frá því þetta kerfi var tekið upp 1984 að í þeim sjávarbyggðum sem standa best eru aðilar þar heima í héraði sem hafa unnið í þessu kerfi frá upphafi. Þeir hafa fjárfest í þessu kerfi. Það hefur orðið mikil breyting á eignarhaldi og segja má að 85% kvótans hafi skipt um hendur á þessum tíma. Ég er mjög stoltur af Sunnlendingum hvað þeir hafa verið duglegir að starfa í þessu kerfi og byggja upp atvinnu heima í héraði.