Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 06. febrúar 2006, kl. 19:20:50 (4345)


132. löggjafarþing — 59. fundur,  6. feb. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[19:20]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er um bráðabirgðaákvæði að ræða og ég tel að þetta sé sérstök aðgerð vegna rækjuvinnslunnar. Við höfum rætt hér á Alþingi um vanda rækjuiðnaðarins og þau áhrif sem sá vandi hefur haft á sjávarbyggðir þar sem rækjuveiðar og -vinnsla er mikil. Menn hafa fjárfest í þeirri atvinnugrein og við vonum að hún komi til aftur. En ekki er eðlilegt annað en að bregðast við með þeim hætti og hæstv. sjávarútvegsráðherra er að gera.