Hlutafélög

Þriðjudaginn 07. febrúar 2006, kl. 13:56:25 (4379)


132. löggjafarþing — 60. fundur,  7. feb. 2006.

Hlutafélög.

404. mál
[13:56]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef það væri þannig að öllum spurningum væri svarað í 1. umr. um mál þyrftum við væntanlega ekkert á nefndarstarfi að halda almennt. Nefndarstarfið er til þess að fara ofan í mál og horfa á þau frá öllum hliðum.

Eins og ég nefndi í ræðu minni byggir þetta lagafrumvarp á dönskum lögum og þar er kveðið á um aðgang fjölmiðla að aðalfundi. Það er hins vegar heimilt að bjóða fjölmiðlum á hluthafafundi og það verður að koma í ljós hvernig það mun þróast. En (Gripið fram í.) eins og ég segi, við erum að stíga hérna skref í þá átt að auka aðgengi fjölmiðla og almennings að rekstri þessara fyrirtækja sem yrðu þá komin í hlutafélagaformið. Ég held að það sé (MÁ: Viltu svara spurningunum?) bara það sem máli skiptir. Hinu er hægt að svara í nefnd. (MÁ: Ætlar þú að svara í nefndinni?)