Hlutafélög

Þriðjudaginn 07. febrúar 2006, kl. 16:20:15 (4399)


132. löggjafarþing — 60. fundur,  7. feb. 2006.

Hlutafélög.

404. mál
[16:20]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort frumvarpið geti ekki jafnvel snúist upp í andhverfu sína. Verið er að nema úr gildi t.d. upplýsingalög og stjórnsýslulög um opinber hlutafélög. Getur það ekki hamlað því einfaldlega að menn fái upplýsingar um hvort menn hafi rétt við t.d. í samkeppnismálum? Ef við tökum dæmi eins og með Matvælarannsóknir hf. þá verður þar ákveðið samkeppnissvið og örugglega svið á beinum fjárframlögum. Ég er á því að Matvælastofnun, sem við erum kannski ekki að ræða hér en blandast þó inn í, muni hafa ákveðin föst verkefni og fá fjárframlög frá ríkinu. Með því að hafa upplýsingaskylduna svona takmarkaða er hætta á því að færsla verði á milli frá samkeppnissviði innan sömu stofnunar sem hefur svo föst fjárframlög til að sinna ákveðnum verkefnum, t.d. grunnrannsóknum.