Vatnalög

Mánudaginn 06. mars 2006, kl. 16:10:01 (5656)


132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Vatnalög.

268. mál
[16:10]
Hlusta

Frsm. meiri hluta iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég rakti áðan koma átakapunktarnir af því hvort menn eru sameignarsinnar eða vilja virða þau réttindi sem landeigendur hafa haft síðustu áratugi. Það er mikilvægt að fulltrúi Samfylkingarinnar í þessari umræðu komi upp og staðfesti þann grun minn að Samfylkingin leggi til að vatnsréttindi landeigenda hér á landi verði bara tekin upp.

Hæstv. forseti. Árið 1923 tókust annars vegar á séreignarsinnar og sameignarsinnar. Það er ekki um það deilt hjá lagaspekingum landsins að séreignarsinnar unnu þann bardaga (Gripið fram í.) og dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur almennt verið á þann veg að réttindi landeigenda beri að virða með þessum hætti. En hér leggur Samfylkingin til eignaupptöku að mér heyrist.