Uppboðsmarkaðir sjávarafla

Fimmtudaginn 16. mars 2006, kl. 16:39:00 (6316)


132. löggjafarþing — 88. fundur,  16. mars 2006.

Uppboðsmarkaðir sjávarafla.

616. mál
[16:39]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Ég hef komið á nokkra fiskmarkaði og hef tekið eftir því að ýmis þjónusta er veitt á þessum mörkuðum. Þarna er verið að slægja fisk og ísa hann upp á nýtt og vinna alls konar verkefni sem eru hluti af fiskvinnslu í landi, meðferð fisks í landi. Á þetta einungis við þá fiskmarkaði sem selja á bryggjunni eða eru ekki með neina slíka þjónustu? Eða er það þannig að hægt sé að ákveða þetta sisvona og að ekki sé litið á þá fiskvinnslu sem tilheyrir mörkuðunum í dag sem fiskvinnslu? Eru þessar skilgreiningar skýrar og eiga menn þá ekki á hættu að gerðar verði athugasemdir við það ef þeim aðilum sem (Forseti hringir.) reka fiskmarkaði finnst á þeim brotið hvað þetta atriði varðar?