Þjóðskrá og almannaskráning

Þriðjudaginn 21. mars 2006, kl. 14:31:53 (6489)


132. löggjafarþing — 90. fundur,  21. mars 2006.

Þjóðskrá og almannaskráning.

566. mál
[14:31]
Hlusta

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir greinargóð svör. Mig langar aðeins að kalla eftir ítarlegra svari hvað varðar hugmynd um breytingar á Stjórnarráðinu. Hæstv. forsætisráðherra sagði að umræddir hæstv. ráðherrar hefðu skilað til sín hugmyndum og þær væru til skoðunar. Síðan nefndi hann að þær kæmu hugsanlega fram núna í vor.

Mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra: Má búast við frumvarpi um breytingar á Stjórnarráðinu nú í vor eða einungis hugmyndum til kynningar hvað það varðar?