Staðan í hjúkrunarmálum

Fimmtudaginn 30. mars 2006, kl. 10:39:56 (6888)


132. löggjafarþing — 97. fundur,  30. mars 2006.

Staðan í hjúkrunarmálum.

[10:39]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Það er algerlega ljóst að heilbrigðisráðuneytið fer ekki með almennt samningsumboð í þessu landi þannig að það er ekki okkar að semja á þessu sviði. Ég áttaði mig satt best að segja ekki alveg á því hvert hæstv. fjármálaráðherra var að fara hérna áðan af því að samningsumboðið er ekki hjá heilbrigðisráðherra. Þannig er það. En að sjálfsögðu munum fylgjast áfram með þessu máli en ég sem ekki við þessar stéttir, það eru aðrir sem gera það.