Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 03. apríl 2006, kl. 17:54:16 (7059)


132. löggjafarþing — 98. fundur,  3. apr. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[17:54]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Hv. formaður sjávarútvegsnefndar segir að það sé árangur af kerfinu. Hvaða árangur? Það væri fróðlegt að hann greindi okkur frá því. Vitnar hann þá í sjálfan sig eins og í fyrri ræðum?

Það er fleira sem ég furða mig á í þessum málflutningi. Þegar menn segja að það sé almenn ánægja með þetta kerfi þá er það alls ekki rétt. Ég vil einnig að hv. þingmaður velti fyrir sér kjörum þeirra sem starfa í þessu kerfi og eru leiguliðar. Það fara kannski tveir þriðju af tekjum þeirra til einhverra sem eru skráðir fyrir aflaheimildunum. Þetta er auðvitað algerlega óþolandi. Það er verið að festa þetta í sessi. Mér finnst það alveg stórundarlegt að menn einkaframtaksins skuli vera að búa til eitthvað lénsherrakerfi hér þar sem sjómenn greiða meiri hlutann af tekjum sínum til einhverra lénsherra.

Ég vil spyrja enn og aftur: (Forseti hringir.) Eru menn ekki tilbúnir að skoða þetta upp á nýtt?