132. löggjafarþing — 106. fundur,  21. apr. 2006.

Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga.

771. mál
[18:45]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svarið við þessu er mjög einfalt. Það þarf að fresta þessu máli með lögum. Ef ekkert er að gert verður frjáls för vinnuafls opin 1. maí. Við erum bundin samkvæmt samningum til að opna þá skilyrðislaust. Lagabreytingin sem hér er um að ræða er sú að skrá vinnuaflið og gæta þess að ráðningarsamningar séu haldnir. Ef við breytum því ekki með lögum fyrir 1. maí þá opnast þetta einfaldlega og án nokkurrar skráningar. Þess vegna er málið komið hér inn núna.

Varðandi hinar almennu forsendur að öðru leyti þá rakti ég það í inngangsræðu minni að atvinnuleysi er sem betur fer mjög lítið á Íslandi og við ætlum okkur að halda uppi fullri atvinnu hér á landi.