Tekjuskattur

Fimmtudaginn 04. maí 2006, kl. 13:59:39 (8287)


132. löggjafarþing — 114. fundur,  4. maí 2006.

Tekjuskattur.

793. mál
[13:59]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu í þessu máli. Frumvarpinu er ætlað að skapa íslenskum atvinnurekstri svigrúm til sveiflujafnaðar í gengismálum. Á sama tíma hefur eignarverðbólga rústað vaxtabótakerfinu og ríkisstjórnin situr með hendur í skauti og aðhefst ekki neitt. Þessi lönguskerjapólitík ríkisstjórnarinnar, þessi aðför að vaxtabótakerfinu er fjölskyldufjandsamleg og ólíðandi. Þingmenn Vinstri grænna hafa brugðist við þessum vanda með því að leggja fram breytingartillögur við frumvarpið til að leiðrétta skerðingarmörk eigna vegna vaxtabóta.

Ég segi já í þessari atkvæðagreiðslu í trausti þess að breytingartillaga Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs verði að lögum fyrir álagningu í sumar. Það verður fylgst með viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í vor.