Einkahlutafélög

Fimmtudaginn 01. júní 2006, kl. 14:35:09 (8522)


132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

einkahlutafélög.

445. mál
[14:35]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndarálitið er að finna á þskj. 1185 og fyrir þessu frumvarpi var mælt samhliða því frumvarpi sem við ræddum áðan og breytingarnar eru að miklu leyti sambærilegar og koma fram í nefndaráliti þannig að ég læt vera að lesa þær upp, en breytingartillögur, sem gerð er tillaga um, eru á þingskjali 1186.

Hv. þingmenn Birgir Ármannsson, Ögmundur Jónasson og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Jónína Bjartmarz, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Möller.