Úrvinnslugjald

Föstudaginn 02. júní 2006, kl. 20:40:37 (8648)


132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

úrvinnslugjald.

714. mál
[20:40]
Hlusta

Frsm. umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég flyt hér breytingartillögur við frumvarp til laga um breytingar á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum. Þær eru í fyrsta lagi að á eftir orðunum „tölulegum markmiðum“ í 1. gr. komi: sbr. Í öðru lagi eru breytingar við 3. gr. Annars vegar er um það að ræða að við bætist nýr liður, a-liður, svohljóðandi: Í stað „2. mgr.“ í 1. mgr. komi: 4. mgr. Hins vegar að á eftir orðunum „innheimtumönnum ríkissjóðs“ í 2. efnismálsgrein e-liðar komi: fyrir því. Í þriðja lagi að a-liður 6. gr. orðist svo: Heimilt er að kæra álagningu gjalds innan 60 daga frá gjalddaga gjaldsins vegna innlendrar framleiðslu en tollafgreiðsludegi ef um innflutning er að ræða.

Eins og hv. þingmenn heyra er fyrst og fremst um að ræða tæknilegar breytingar sem komu í ljós við yfirlestur að þyrftu að vera inni.