Afkomutrygging aldraðra og öryrkja

Fimmtudaginn 13. október 2005, kl. 12:54:20 (519)


132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Afkomutrygging aldraðra og öryrkja.

4. mál
[12:54]
Hlusta

Gunnar Örlygsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Að mínu mati voru svörin hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni nokkuð ódýr þegar hann vék að þeirri þróun sem verið hefur á fastaeignamarkaðnum. Er þessi þróun eingöngu ríkisstjórninni að kenna? Getur verið að þessi þróun hafi átt sér stað í nágrannaríkjunum á undanförnum missirum? Getur verið að fasteignamarkaður í nágrannaríkjunum hafi þróast með sama hætti og við höfum séð á Íslandi síðustu tvö ár? Svarið er já.

Að sjálfsögðu verður ríki jafnt sem borg að bregðast við þeim breytingum. Áhrif breytinga á húsnæðismarkaði hafa orðið hvað mest á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel það skyldu borgarstjórnar og borgaryfirvalda að bregðast þannig við að fasteignaálögur á eldri borgara verði lækkaðar svo einhverju skipti.

Ég spyr því enn og aftur hv. þm. Össur Skarphéðinsson hvort hann hafi skrifað um það efni eða óskað eftir því hjá félögum sínum í borgarstjórnararmi Samfylkingarinnar að álögur á eldri borgara í Reykjavík yrðu lækkaðar umtalsvert.