Aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika

Fimmtudaginn 13. október 2005, kl. 15:58:01 (559)


132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika.

5. mál
[15:58]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í þessu stutta andsvari vil ég eingöngu leggja spurningar fyrir hæstv. ráðherra: Telur hæstv. forsætisráðherra það ekki þjóna hagsmunum okkar til framtíðar að horfa til þess sem verkalýðshreyfingin segir varðandi það að reyna að tryggja hér stöðugleika og koma í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp? Gerir hæstv. forsætisráðherra þá ekkert með orð verkalýðshreyfingarinnar um að þær skattalagabreytingar sem ríkisstjórnarstefnan hefur keyrt á þjóni ekki hagsmunum hins venjulega manns? Telur hæstv. forsætisráðherra að breytingar í þá veru sem kæmu betur fyrir fólk með lág laun, ykju hér stöðugleika og jöfnuðu kjör, séu ekki þess virði að sækjast eftir þeim?