Aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika

Fimmtudaginn 13. október 2005, kl. 16:05:50 (564)


132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika.

5. mál
[16:05]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Mér þykir leitt ef hv. þingmanni er illa brugðið. Fasteignaverð hefur hækkað í öllum löndum þar sem hagvöxtur er mikill. Það er fylgifiskur þess þegar tekjur hækka og hagvöxtur er mikill. Fasteignaverð hækkar í öllum þeim löndum þar sem er uppgangur. Fasteignaverð lækkar hins vegar eða stendur í stað þar sem lítið er að gerast. Viljum við skipta á því? Það er þannig í lífinu að ekki geta allar stærðir verið í eina átt. (RG: Og hvergi verðtryggð lán.) Hvergi verðtryggð lán, það alveg rétt en vextir hafa lækkað mjög mikið á húsnæðislánum á undanförnum árum og greiðslubyrðin lækkað. Þar hefur orðið mikil umbreyting þannig að í öllum aðalatriðum er allt heldur jákvætt í samfélagi okkar sem betur fer.