Greiðslur til foreldra langveikra barna

Mánudaginn 05. desember 2005, kl. 17:03:22 (2577)


132. löggjafarþing — 34. fundur,  5. des. 2005.

Greiðslur til foreldra langveikra barna.

389. mál
[17:03]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég mun að sjálfsögðu gera mitt ýtrasta til að verða félagsmálanefnd innan handar um þær upplýsingar sem nefndin óskar eftir. Ég heyri að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir sem á sæti í félagsmálanefnd kallar eftir útreikningi þess hvað kerfið mundi kosta ríkissjóð með þeim breytingum sem þingmaðurinn leggur áherslu á og mun ég að sjálfsögðu verða við því að leita eftir þeim upplýsingum.

Hver framkvæmdaraðilinn verður, hæstv. forseti, hefur ekki verið tekin ákvörðun um. Þetta er hins vegar mál sem við horfum á út frá þörfum foreldra á vinnumarkaði. Ég á því ekki síður von á að það gæti komið til framkvæmda hjá Vinnumálastofnun frekar en Tryggingastofnun ríkisins.