Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 14:43:19 (2932)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:43]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er einmitt þetta sem ég gat um sem mína persónulegu skoðun eftir að hafa lesið nefndarálitið áðan, að þetta býður upp á ýmsa möguleika í því að menn breyti hegðun sinni. Þetta er hins vegar talið nauðsynlegt til að jafna samkeppnisstöðu aðila og ná fram þeim markmiðum að menn greiði fyrir notkun á vegum, sem er ákveðið markmið, og taka jafnframt inn það markmið að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar. Það má segja að þetta sé vitleysan endalausa en menn binda samt vonir við að heilsteyptara kerfi náist árið 2011. Þess má geta að þetta kerfi var aðallega sett á, þ.e. breytingin var gerð, til að mögulegt væri að nota dísilbifreiðar til einkanota.