Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Fimmtudaginn 08. desember 2005, kl. 14:47:54 (2936)


132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:47]
Hlusta

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Á fund nefndarinnar komu gestir sem voru spurðir eins og nefndarmenn óskuðu eftir, þar á meðal varðandi snjóruðningstæki sem Vegagerðin borgar að mestu leyti þannig að gjaldtakan fer þá í hring. Ríkið borgar Vegagerðinni og hún borgar svo aftur gjaldið og eigendur tækjanna borga svo skattinn. Það var líka kannað varðandi hækkun á gjaldskrá út á land og það hefur verið mjög veigamikil umræða í þessu olíugjaldsmáli öllu saman að hlífa flutningunum út á land við auknum álögum vegna olíugjaldsins, þ.e. það rekst á það sjónarmið að olíugjaldið eigi að standa undir notkun á vegum. Þá verða flutningar út á land allt of dýrir. Þessi sjónarmið eru bara gagnstæð